Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Hvernig er uppbót vegna breytts örorkukerfis reiknuð út?
Áætlað er hverjar óbreyttar greiðslur einstaklings væru í eldra kerfi. Til frádráttar eru reiknaðar 65% allra tekna en þeirra sem koma frá TR. Sé sú upphæð hærri en greiðslur einstaklings í nýju kerfi kemur samanburðargreiðsla til að tryggja að viðkomandi lækki ekki í greiðslum.
Einungis örorkulífeyrisþegar sem eru búsetuskertir geta mögulega fallið í þennan hóp.
Tökum sem dæmi einstakling sem býr einn, er með 50% búseturétt, fær fulla aldursviðbót, og er með 100.000 kr. á mánuði í tekjur.
461.194 kr. áætlaðar óskertar greiðslur í eldra kerfi*
-65.000 kr. frádráttur vegna tekna
-246.670 kr. greiðslur í nýju kerfi
= 149.524 kr. uppbót vegna breytts kerfis
*Óbreyttar greiðslur í eldra kerfi eru áætlaðar með því að leggja saman framfærsluviðmið framfærsluuppbótar og þann hluta aldursviðbótar og tekjutryggingar sem var undanþeginn skerðingu á henni. Þessi nálgun tryggir að upphæðin verður aldrei lægri en raunin er, og í einstaka tilvikum eilítið hærri.