Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Hvert er hlutverk málastjóra í samþættu sérfræðimati?
Hlutverk málastjóra er að halda einstaklingnum upplýstum um stöðu umsóknar og ferils ásamt því að leiðbeina í ferlinu og aðstoða við öflun gagna ef þörf er á. Málastjóri tryggir að umsækjandinn fái upplýsingar um niðurstöðu örorkumatsins.
Hlutverki málastjóra er lokið þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats liggur fyrir og umsóknarferli lokið.