Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Hvernig sæki ég um hlutaörorkulífeyri?
Ekki er sótt sérstaklega um hlutaörorkulífeyri. Sótt er um örorkulífeyri og örorka er metin út frá samþættu sérfræðimati. Niðurstaða matsins mun þá ákvarða um greiðslurétt. Ef geta til virkni á vinnumarkaði er metin 0 – 25% skapast réttur til örorkulífeyris, en ef geta til virkni á vinnumarkaði er metin 26 – 50% skapast réttur til hlutaörorulífeyris.