Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu flýtileiða (e. widget)

Setja má upp flýtileið (e. widget) fyrir stafræn ökuskírteini á heimaskjá farsíma með einföldum hætti.
Eftir uppsetningu er hægt að smella á flýtileiðina til að opna ökuskírteini beint í Ísland.is appinu og framvísa því.

iPhone

  1. Setja upp Ísland.is appið og ljúka innskráningu með rafrænum skilríkjum.

  2. Opna símann og halda fingri á flýtileiðir (e. widget) eða tómt svæði þar til öppin á skjánum byrja að hreyfast.

  3. Ýta á Edit uppi í vinstra horninu til að breyta.

  4. Velja Add Widget til að bæta við nýrri flýtileið.

  5. Skruna niður og velja Ísland.is appið úr listanum yfir öppin.

  6. Velja skírteinið sem þú vilt birta.

  7. Ýta á Add Widget til að virkja flýtileiðina.

  8. Ýta á Done.

Android

  1. Setja upp Ísland.is appið og ljúka innskráningu með rafrænum skilríkjum.

  2. Opna símann og virkja Widgets valmynd með því að styðja lengi á autt svæði á skjáborðinu.

  3. Skruna niður til að finna Ísland.is í listanum yfir öpp á símanum og velja það.

  4. Styðja á Ökuskírteini og ýta á Add.

  5. Yfirfara stillingar og ýta á Vista.

  6. Flýtileiðin birtist á skjáborði símans.

Almennt:

  • Í ferlinu má virkja innskráningu með fingrafari eða andlitsgreiningu kjósi notandi það.

  • Athugið að einnig má velja að láta annarskonar skírteini, t.d. skotvopnaleyfi, birtast sem flýtileið.

  • Athugið að hægt er að færa flýtileiðir til og breyta stærð þeirra á skjáborðinu.