Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafræn skref

Stafrænu skrefin eru níu:

Stafrænu skrefinu eru hvatningarverðlaun fyrir opinbera aðila en viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn árið 2022.

Tímabilið sem horft er til er frá október til september ár hvert og er viðurkenning veitt þeim opinberu aðilum sem ná Stafrænum skrefum á ráðstefnunni Tengjum ríkið. Öll 9 skrefin eiga þó ekki við um þjónustu allra opinberra aðila.

Stafrænu skrefin ýta undir notkun fjárfestinga í stafrænum innviðum og markmið ráðuneytisins, með því að veita þeim opinberu aðila viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

  • Opinberir aðilar sem hafa tekið öll 9 Stafrænu skrefin fá formlega viðskeytið stafrænn opinber aðili.

  • Opinberir aðilar sem eru komnar af stað í vegferðinni fá birta stöðu verkefna sem sýnir hvar þeir eru staddir. Staðan er uppfærð einu sinni á ári á hverju hausti í aðdraganda ráðstefnunnar Tengjum ríkið.

  • Hér má finna lista yfir opinbera aðila og þær þjónustur Stafræns Íslands sem þeir nýta fyrir viðskiptavini sína.

  • Stafrænu skrefin munu þróast á næstu árum í takti við stafræna þróun.