Fara beint í efnið

Greiðslur til einstæðra foreldra

Mæðra- og feðralaun

Mæðra- og feðralaun eru greiðslur til einstæðra foreldra sem eru búsett á Íslandi og hafa 2 eða fleiri börn á sínu framfæri.

Réttur til mæðra- og feðralauna

Til þess að eiga rétt á mæðra- eða feðralaunum þarftu að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • eiga lögheimili á Íslandi,

  • hafa tvö eða fleiri börn á framfæri,

  • eiga sama lögheimili og börnin sem greitt er með.

Sérstakar aðstæður

Að auki eru líka greidd mæðra- og feðralaun til foreldris ef maki:

  • deyr,

  • afplánar dóm og hefur afplánað að minnsta kosti 3 mánuði,

  • er elli- eða örorkulífeyrisþegi og greiðslur falla niður vegna vistunar á stofnun.

Fjárhæðir mæðra- og feðralauna

  • 13.361 króna á mánuði með 2 börnum

  • 34.734 krónur á mánuði með 3 eða fleiri börnum

Greiðslurnar eru skattskyldar en ekki tekjutengdar.

Greiðslur mæðra- og feðralauna

Mæðra- og feðralaun eru fyrirframgreidd fyrsta dag hvers mánaðar.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Greiðslur falla niður

Greiðslur mæðra- og feðralauna falla niður ef einstætt foreldri:

  • gengur í hjúskap,

  • hefur staðfesta sambúð við fyrri sambýlisaðila eða foreldri barna sem greitt er vegna,

  • flytur úr landi,

  • á ekki lengur lögheimili með barni eða börnum sínum,

  • deilir lögheimili með hinu foreldri barna sinna,

  • hefur óvígða sambúð við annan en foreldri barna. Þá eru greiðslur stöðvaðar einu ár eftir skráningu í sambúð. Ef sambúðarfólk eignast barn eru greiðslur stöðvaðar fyrsta næsta mánaðar eftir að barnið fæðist.

Mæðra- og feðralaun

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun