Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Um meðlag

Einfalt meðlag frá 1. janúar 2021 er 36.845kr. Meðlag er fyrirframgreitt.

Meðlag er greiðsla foreldris sem barn býr ekki hjá til framfærslu barns. Meðlagið er greitt til þess foreldris sem barn býr hjá. Þegar foreldrar eru með sameiginlega forsjá, er litið svo á að barn búi hjá því foreldri sem lögheimili barns er skráð hjá.

Meðlag er réttur barnsins og skal nota til að fæða, klæða og sjá barninu fyrir húsnæði. 

Upphaf meðlagsgreiðslna

Meðlag við skilnað eða sambúðarslit

Við skilnað eða sambúðarslit hjóna þarf að ákveða forsjá barna, skráningu lögheimilis og meðlagsgreiðslur.

Náist samkomulag gefur sýslumaður út skilnaðarleyfi eða staðfestingu á samningi vegna sambúðarslita og sendir tilkynningu um lögheimilisbreytingu til Þjóðskrár. Liggi lögheimilisbreyting ekki fyrir þarf sá hinn sami að tilkynna breytinguna sjálfur til Þjóðskrár síðar. 

Ef ágreiningur er um greiðslu meðlags þá úrskurðar sýslumaður. Úrskurður er sendur til beggja foreldra. Kærufrestur er almennt 2 mánuðir.  

Meðlag þegar gerður er samningur um forsjá eða lögheimili

Foreldrar geta gert samninga sín á milli um að breyta forsjá eða lögheimili barns. Þegar gerður er slíkur samningur er um leið skylt að ákveða meðlag.

Meðlag við fæðingu barns

Fæðist barn utan sambúðar eða hjónabands geta foreldrar gert með sér meðlagssamning. 

Í ágreiningsmálum þarf að senda beiðni til sýslumanns um úrskurð um einfalt meðlag. Fyrst þarf þó að liggja fyrir viðurkenning á faðerni barns

Ef ekki er hægt að feðra barn eða barn var getið með aðstoð tæknifrjóvgunar er hægt að slkja um barnalífeyri frá TR í stað meðlags.

Gerðir meðlags og annarra fjárframlaga

Einfalt meðlag

Ekki er hægt að semja um lægri fjárhæð en einfalt meðlag. Einfalt meðlag samsvarar fjárhæð barnalífeyris sem er endurskoðuð í janúar ár hvert. 

Aukið meðlag

Foreldrum er frjálst að semja um aukið meðlag

Þá getur foreldri einnig sótt um aukið meðlag ef talið er að meðlagsgreiðandi hafi bolmagn til greiðslu þess. Sýslumaður sker úr um slíkt með hliðsjón af þörfum barnsins, fjárhagsstöðu beggja foreldra og möguleikum þeirra til að afla tekna. 

Aukið meðlag er hægt að lækka eða fella niður ef aðstæður breytast og forsendur þess eru ekki lengur fyrir hendi.

Sérstakt framlag til framfærslu 

Til viðbótar við meðlag er hægt að sækja um sérstök framlög vegna skírnar, fermingar, gleraugnakaupa, tannréttinga, sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.  

Framlag til menntunar eða starfsþjálfunar eftir 18 ára aldur 

Ungmenni sem hefur náð 18 ára aldri getur einnig farið fram á framlag vegna menntunar eða starfsþjálfunar fram að 20 ára aldri.

Innheimta og greiðsla

Einfalt meðlag

Foreldrar mega sjálfir sjá um innheimtu og greiðslu einfalds meðlags.

Tryggingastofnun ríkisins getur einnig séð um að milliganga greiðslur einfalds meðlag til lögheimilisforeldris sé þess óskað. Í þeim tilvikum þarf að skila inn upplýsingum um meðlagsákvörðun til TR. Sótt er um  á Mínum síðum inn á www.tr.is.

Meðlagsákvörðun getur verið: 

  • staðfestur samningur eða úrskurður sýslumanns

  • dómur eða dómssátt

  • erlendur meðlagssamningur

Heimilt er að greiða meðlag eitt ár aftur í tímann frá því að öll gögn hafa borist sé þess getið í meðlagsákvörðun.

Innheimtustofnun sveitarfélaga sér um að innheimta einfalt meðlag frá meðlagsgreiðanda skv. meðlagssamningi eða úrskurði. 

Nánari upplýsingar fyrir meðlagsgreiðendur má finna á vefsvæðinu medlag.is.

Aukið meðlag

Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um innheimtu aukins meðlags. Hvorki TR né Innheimtustofnun sveitarfélaga koma að milligöngu þeirra greiðslna.

Breytingar á meðlagsgreiðslum

Foreldrar geta hvenær sem er breytt fyrri ákvörðun um meðlag með samningi sín á milli svo framarlega að greitt sé að minnsta kosti einfalt meðlag eftir breytinguna. Sýslumaður verður að staðfesta samning foreldra. 

Sýslumaður getur breytt meðlagsákvörðun ef rökstudd krafa kemur fram um það frá foreldri. Breytingin getur verið:

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Sýslu­menn