Aðgengisstefna
Tilgangur aðgengisstefnunnar er að tryggja að allir sem koma að vinnu við Ísland.is séu samtaka í tryggja gott aðgengi fyrir alla notendur vefsins, óháð fötlun eða tækjabúnaði.
Stjórnendur þurfa að gæta þess að ákvarðanir séu teknar með þarfir allra notenda í huga.
Hönnuðir þurfa að gæta þess að hönnun sé aðgengileg og standist staðla
Forritarar þurfa að skila tæknilega aðgengilegum lausnum
Vefstjórar þurfa að gæta þess að efnið sé skiljanlegt fyrir alla notendur
Aðgengismarkmið
Ísland.is er upplýsingavefur sem á að vera aðgengilegur öllum notendum og taka mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem:
Blindra og sjónskertra
Lesblindra
Heyrnarskertra og heyrnarlausra
Fatlaðs fólks
Eldra fólks
Þeirra sem ekki skilja íslensku
Fatlað fólk og eldra fólk þarf oft:
að nýta sér sér talgreini og/eða skjálesara
lýsingu á myndefni
höfuðmús eða annan búnað sem hermir eftir lyklaborðsvirkni
lyklaborð í stað tölvumúsar
einfaldan texta, til dæmis auðlesið mál
og önnur tæki, hjálpartæki og tækni til að skoða og nota vef
WCAG staðallinn
W3C samtökin gefa út staðal (WCAG) sem leiðbeinir um hvernig skuli ganga frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum. Vefsíður sem samræmast WCAG staðlinum eru yfirleitt aðgengilegri leitarvélum og fólki sem vill skoða vefinn í mismunandi tækjum.
WCAG staðalinn má finna í heild sinni á vef w3.org. Efnið er gríðarlega viðamikið og ekki sérlega auðveld lesning fyrir byrjendur.
Einnig er hægt að skoða einfaldari útgáfur af WCAG listanum, til dæmis hefur Center for Persons with Disabilities (webaim.org) tekið listann saman í einfaldari útgáfu.