Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Efnisstefna

Ísland.is er upplýsingavefur þar sem notendur munu geta nálgast allar upplýsingar og þjónustur sem hið opinbera veitir.

Góður upplýsingavefur þarf að uppfylla þrjú skilyrði fyrir notendur:

  1. Upplýsingarnar þurfa að vera á vefnum

  2. Fólk þarf að finna þær

  3. Fólk þarf að skilja þær

Tilgangur efnisstefnunnar er að tryggja að allir sem koma að efnisvinnu fyrir Ísland.is vinni í takt til að hámarka gæði efnis og leiðakerfis fyrir notendur vefsins. Slíkt mun einfalda líf bæði notenda og starfsfólks stofnana sem sér um að veita þjónustuna.

Efnisstefna Ísland.is – Beint að efninu