Meðlag
Viðmiðunarfjárhæðir aukins meðlags
Dómsmálaráðuneytið lætur sýslumönnum árlega í té viðmiðunarfjárhæðir sem hafðar eru til leiðbeiningar við ákvarðanatöku í málum vegna krafna um aukið meðlag. Þær eru uppfærðar árlega miðað við vísitölu neysluverðs, sem í desember 2022 var 564,6 stig.
Frá janúar 2024 eru fjárhæðirnar sem hér segir:
Tekjur um 657.000kr
Eitt barn: 1,5 x meðlag
Tvö börn: 1,25 x meðlag
Tekjur um 737.000kr
Eitt barn: 1,75 x meðlag
Tekjur um 792.000kr
Eitt barn: 2,0 x meðlag
Tvö börn: 1,5 x meðlag
Þrjú börn: 1,25 x meðlag
Tekjur um 873.000kr
Tvö börn: 1,75 x meðlag
Tekjur um 960.000kr
Tvö börn: 2,0 x meðlag
Þrjú börn: 1,5 x meðlag
Tekjur um 1.056.000kr
Þrjú börn: 1,75 x meðlag
Tekjur um 1.161.000kr
Þrjú börn: 2,0 x meðlag
Við útreikning tekna eru venjulega lagðar til grundvallar meðaltekjur þeirra síðustu tvö til þrjú ár, m.a. í því skyni að jafna út þær sveiflur sem kunna að vera í tekjuöflun milli ára, án þess að um varanlegar breytingar á tekjum sé að ræða. Fjárhæðirnar sem tilgreindar eru, eru aðeins til leiðbeiningar sem áður segir.
Þjónustuaðili
Sýslumenn