Meðlag
Upphaf meðlagsgreiðslna
Meðlag við skilnað eða sambúðarslit
Við skilnað eða sambúðarslit hjóna þarf að ákveða forsjá barna og skráningu lögheimilis. Samhliða því geta foreldrar samið um meðlagsgreiðslur.
Náist samkomulag gefur sýslumaður út skilnaðarleyfi eða staðfestingu á samningi vegna sambúðarslita og sendir tilkynningu um lögheimilisbreytingu til Þjóðskrár. Liggi lögheimilisbreyting ekki fyrir þarf sá hinn sami að tilkynna breytinguna sjálfur til Þjóðskrár síðar.
Ef ágreiningur er um greiðslu meðlags þá úrskurðar sýslumaður. Úrskurður er sendur til beggja foreldra. Kærufrestur er almennt 2 mánuðir.
Meðlag þegar gerður er samningur um forsjá eða lögheimili
Foreldrar geta gert samninga sín á milli um að breyta forsjá eða lögheimili barns. Þegar gerður er slíkur samningur geta foreldrar um leið gert samkomulag um meðlag.
Meðlag við fæðingu barns
Fæðist barn utan sambúðar eða hjónabands geta foreldrar gert með sér meðlagssamning.
Í ágreiningsmálum þarf að senda beiðni til sýslumanns um úrskurð um einfalt meðlag. Fyrst þarf þó að liggja fyrir viðurkenning á faðerni barns.
Ef ekki er hægt að feðra barn eða barn var getið með aðstoð tæknifrjóvgunar er hægt að sækja um barnalífeyri frá TR í stað meðlags.
Þjónustuaðili
Sýslumenn