Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Beiðni um skilnað

Beiðni um skilnað

Skilnaður hefur oftast í för með sér félagslegar breytingar og andlegt álag. Opinber málsmeðferð er í höndum sýslumanna en ráðgjafar og aðstoðar má meðal annars leita hjá félagsráðgjöfum, sálfræðingum, trúfélögum, lögmönnum og heimilislæknum.

Hjónaskilnaður

Gengið er frá hjónaskilnaði hjá sýslumanni sem gefur út skilnaðarleyfi. Nái fólk ekki sáttum um skilnað er málinu vísað til dómstóla.

Fylla þarf út beiðni um skilnað og gera grein fyrir óskum um skilnaðarskilmála. Í eyðublaðinu er spurt um afstöðu til þeirra atriða sem þarf að ákveða áður en skilnaður er veittur. Sýslumaður mun kynna skilnaðarkröfuna fyrir hinu hjónanna og bjóða aðilum viðtal eða viðtöl, sem geta verið með rafrænum hætti.

Fyrst er venjulega veittur skilnaður að borði og sæng en lögskilnaður að liðnum umþóttunartíma og ef öðrum skilyrðum er fullnægt.

Við vissar kringumstæður má óska eftir lögskilnaði án þess að skilnaður að borði og sæng fari á undan, svo sem vegna hjúskaparbrots, langvarandi samvistarslita vegna ósamlyndis eða vegna ofbeldis sem átt hefur sér stað gagnvart maka eða barni.

Fólk sem á börn undir 18 ára aldri verður að leita sátta hjá presti, forstöðumanni trúfélags eða sýslumanni, sé það utan söfnuða.

Atriði sem þarf að taka afstöðu til áður en skilnaðarleyfi er gefið út varða meðal annars:

  • forsjá og lögheimili barna,

  • umgengni,

  • meðlagsgreiðslur,

  • lífeyrisgreiðslur milli hjóna og

  • fjárskipti, það er hvernig skipta á sameiginlegum eignum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Beiðni um skilnað

Þjónustuaðili

Sýslu­menn