Skilnaður
Sáttatilraun
Sáttatilraun vegna skilnaðar felur í sér að kannaður er grundvöllur að framhaldi hjúskaparins.
Öll hjón eiga þess kost að leitað sé sátta milli þeirra vegna skilnaðar.
Skylt er að fram fari sáttatilraun ef hjónin, annað eða bæði, eiga barn undir 18 ára aldri og hafa forsjá þess.
Sýslumaður leitar sátta milli hjóna sem óska eftir skilnaði hjá sýslumanni. Dómari leitar sátta ef skilnaðar er krafist fyrir dómi.
Einnig er hægt að fela presti eða forstöðumanni trú- eða lífsskoðunarfélags að leita sátta, ef hjónin óska þess. Vottorð frá þeim sem leitaði sátta er lagt fram hjá sýslumanni við meðferð skilnaðarmálsins.
Hvenær þarf ekki að fara fram sáttatilraun
Hvorugt hjóna á barn undir 18 ára aldri í sinni forsjá.
Hjónin óska lögskilnaðar að undangengnum skilnaði að borði og sæng
Óskað er lögskilnaðar vegna ofbeldis og makinn hefur gengist við broti sínu eða hlotið dóm fyrir það
Þjónustuaðili
Sýslumenn