Skilnaður
Framfærsla hjóna - lífeyrir
Hjón eru framfærsluskyld hvort við annað og við skilnað að borði og sæng þarf að taka afstöðu til þess hvort annað hjóna skuli greiða hinu framfærslueyri eða lífeyri, enda er hin gagnkvæma framfærsluskylda milli hjónanna við lýði allt fram til þess að lögskilnaður er veittur. Komi í ljós ágreiningur um greiðslu framfærslueyris eða lífeyris úrskurðar sýslumaður í því máli og má kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins.
Eftir lögskilnað verður öðru hjóna ekki gert að greiða hinu lífeyri nema alveg sérstaklega standi á.
Þjónustuaðili
Sýslumenn