Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Þjónusta Ísland.is

Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar getur fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað í gegnum eina gátt.

LE - Jobs - S1

Samstarf við Stafrænt Ísland

Umsókn um samstarf við Stafrænt Ísland er farvegur fyrir stofnanir og ráðuneyti sem óska eftir aðkomu sérfræðinga Stafræns Íslands að stafrænum verkefnum sem styðja við áherslur okkar um stafræn samskipti, sjálfsafgreiðslu og stafræna innviði.

Nánar um samstarfið
LE - Jobs - S3

Pósthólf og hnipp

Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt rafræna pósthólf þar sem þeir hafa aðgang að skjölum frá opinberum stofnunum og sveitarfélögum. Hnipp er leið til að láta viðtakendur vita af nýjum skjölum.

Nánar um pósthólfaþjónustu Ísland.is
LE - Company - S6

Innskráningarþjónusta

Daglega nota þúsundir manna innskráningu Ísland.is til að skrá sig inn á vefina og fá einstaklingsmiðaða þjónustu.

Nánar um innskráningarþjónustuna
LE - Retirement - S1

Umsóknarkerfi

Umsóknarkerfið er verkfæri sem stofnanir geta nýtt til þess að taka við innsendingum umsókna eða erinda frá almenningi og færa yfir á stafrænt, notendavænt viðmót.

Nánar um umsóknarkerfið
LE - Company - S5

Umboðskerfi

Í umboðskerfinu geta fyrirtæki veitt starfsmönnum rafræn umboð.

Nánar um umboðskerfið
Hnöttur

Straumurinn

Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á öruggan hátt.

Nánar um Strauminn