Fara beint í efnið

Foreldrum er skylt að framfæra barn sitt og skal framfærslunni hagað með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.

Foreldrar geta ekki gert samkomulag um að annað hvort þeirra sinni ekki framfærsluskyldu
sinni með barni.

Framfærsla barns sem er ekki í skiptri búsetu:

Ef barn á fasta búsetu (lögheimili) hjá öðru foreldra sinna ber hinu foreldrinu (umgengnisforeldri) skylda til að taka þátt í framfærslu barnsins. Foreldrar sem ekki hafa samið um skipta búsetu barns geta samið um að umgengnisforeldri sinni framfærslu barns með tvenns konar hætti:

  • Með greiðslu kostnaðar við framfærsluna - t.d. greiðslu einstakra reikninga vegna barns

  • Með greiðslu meðlags – Einfalt meðlag frá 1. janúar 2024 er kr. 46.147


Foreldrum barns sem er ekki í skiptri búsetu er ekki skylt að óska staðfestingar sýslumanns á samkomulagi sínu um framfærslu barns. Foreldrar geta óskað staðfestingar sýslumanns á samkomulagi sínu um meðlagsgreiðslur en þeir geta ekki óskað staðfestingar sýslumanns á samkomulagi sínu um skiptingu kostnaðar vegna framfærslu barns.

Ef umgengnisforeldri sinnir ekki framfærsluskyldu sinni getur lögheimilisforeldri farið fram á meðlag frá umgengnisforeldri og, eftir atvikum, krafist úrskurðar sýslumanns um meðlag umgengnisforeldris.

Framfærsla barns sem er í skiptri búsetu:

Ef foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns getur hvorugt foreldrið farið fram á meðlag frá hinu foreldrinu. Við samning um skipta búsetu barns þarf að vera samkomulag á milli foreldra um framfærslu barnsins. Slíkt samkomulag getur t.d. falist í:

  • Skiptingu kostnaðar við framfærsluna

  • Greiðslu reglubundinnar fastrar fjárhæðar

Foreldrar, sem samið hafa um skipta búsetu barns, geta ekki óskað staðfestingar sýslumanns á
samkomulagi sínu um framfærslu barns né geta þeir krafist úrskurðar sýslumanns um meðlag.

Samvinna eftir skilnað

Vakin er athygli á þjónustu SES, samvinna eftir skilnað barnanna vegna, sjá vefsíðuna www.samvinnaeftirskilnað.is. Um er að ræða námskeið fyrir foreldra og börn á vefsíðunni og einnig sérhæfða ráðgjöf af hálfu sveitarfélaga, m.a. vegna forsjár og umgengni.


Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15