Fara beint í efnið
Ísland.isFjölskylda og velferð

Framlag vegna menntunar

Meginreglan er sú að framfærsluskyldu foreldris gagnvart barni lýkur þegar það verður 18 ára.  Samkvæmt 62. gr. barnalaga er þó heimilt að ákveða framlag til menntunar eða starfsþjálfunar ungmennis þar til það nær 20 ára aldri. Það er ungmennið sjálft sem setur fram ósk um slíkt framlag og hefur heimild til að ráðstafa fjármununum.

Annars vegar getur ungmenni og framfærsluskylt foreldri gert samkomulag um greiðslu foreldris á framlagi til menntunar ungmennis. Fá skal staðfestingu sýslumanns á slíku samkomulagi áður en það öðlast gildi.

Ef ekki er grundvöllur fyrir samkomulagi getur ungmenni óskað úrskurðar sýslumanns um skyldu foreldris til greiðslu framlagsins.  Samkvæmt fyrrnefndri 62. gr. barnalaga er heimilt en ekki skylt að úrskurða menntunarframlag og því tekur sýslumaður ákvörðun í málinu á grundvelli fjárhags- og félagslegrar stöðu beggja aðila.  

Umsókn um framlag vegna náms