Fara beint í efnið

Sérstök framlög með barni til viðbótar við meðlag

Í stuttu máli

Þau sem greiða meðlag með barni, geta verið skyldug til að taka þátt í sérstökum útgjöldum vegna barnsins, til viðbótar við meðlagið.

Þekkt tilefni eru vegna:

 • skírnar

 • fermingar

 • gleraugnakaupa

 • tannréttinga

 • sjúkdóms

 • greftrunar 

Auk þessa hefur sýslumaður einnig úrskurðað um greiðslu aukins framlags til dæmis ef barn þarf sérkennslu vegna námsörðugleika. 

Reglubundnu meðlagi er hins vegar ætlað að greiða almenna framfærslu barns svo sem fæði, fatnaði, húsnæði, tónlistarnám, íþróttaiðkun auk almennra tannviðgerða og venjulegra heilsufarsútgjalda.

Fjárhæðir

Dómsmálaráðuneytið gefur árlega út leiðbeiningar til sýslumanna um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um sérstök framlög til fermingar, skírnar eða greftrunar.

Árið 2022 eru viðmiðunarfjárhæðirnar vegna:

 • fermingar, 84.000kr - 111.000kr

 • skírnar, 22.000kr - 29.000kr

 • greftrunar, 84.000kr - 124.000kr

Kröfufrestur

Kröfu þarf að leggja fram innan þriggja mánaða frá því að til útgjalda kom. Undantekningar eru:

 • Í tengslum við fermingar þarf að leggja fram kröfu innan þriggja mánaða frá fermingardegi en reikningar vegna undirbúnings mega vera eldri.

 • Þegar um tannréttingar er að ræða getur verið eðlilegt að bíða með kröfu vegna slíkra aðgerða þar til meðferð líkur þ.e. þegar teinar eða spangir eru fjarlægð af tönnum. Krafan þarf þá að berast innan þriggja mánaða frá þeim degi.

Nánar

Um sérstakt framlag frá meðlagskyldu foreldri

Um sérstakt framlag þegar foreldri nýtur ekki við

Þjónustuaðili

Sýslu­menn