Sérstök framlög með barni til viðbótar við meðlag
Í stuttu máli
Við ákveðin tilefni þykir eðlilegt að meðlagsskylt foreldri greiði framlög til viðbótar reglubundnu meðlagi.
Þekkt tilefni eru vegna:
skírnar
fermingar
gleraugnakaupa
tannréttinga
sjúkdóms
greftrunar
Auk þessa hefur sýslumaður einnig úrskurðað um greiðslu aukins framlags til dæmis ef barn þarf sérkennslu vegna námsörðugleika.
Reglubundnu meðlagi er hins vegar ætlað að standa straum af almennri framfærslu barns svo sem fæði, fatnaði, húsnæði, tónlistarnámi, íþróttaiðkun og svo framvegis.
Upphæðir
Dómsmálaráðuneytið gefur út leiðbeiningar til sýslumanna um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um sérstök framlög til fermingar, skírnar eða greftrunar og ber að uppfæra þær árlega.
Árið 2021 eru viðmiðunarfjárhæðirnar vegna:
fermingar, 80.000kr - 106.000kr
skírnar, 21.000kr - 27.000kr
greftrunar, 80.000kr - 118.000kr
Nánar
Um sérstakt framlag frá meðlagskyldu foreldri
Um sérstakt framlag þegar foreldri nýtur ekki við
Sýslumenn
Sýslumenn