Fara beint í efnið

Sérstök framlög með barni

Samningur um sérstakt framlag

Foreldrar geta skipt með sér að greiða sérstök útgjöld vegna framfærslu barns, án aðkomu sýslumanns, séu báðir sáttir við það.

Foreldrar geta einnig gert formlegan samning um sérstakt framlag vegna framfærslu barns og óskað eftir staðfestingu samningsins hjá sýslumanni. Hægt er að innheimta greiðslu samkvæmt samningi sem sýslumaður hefur staðfest og er hún kræf með fjárnámi.

Hægt er að sækja um til TR að fá greitt út meðlag, menntunarframlag og sérstakt framlag sem ákveðið hefur verið með úrskurði sýslumanns, samningi staðfestum af sýslumanni, dómi eða dómsátt. Skilyrði er að viðtakandi greiðslu búi á Íslandi.

Útborgun TR á meðlagi og menntunarframlagi er bundin við fjárhæð einfalds meðlags. Útborgun TR vegna sérstaks framlags er einungis vegna útgjaldaliða sem tilgreindir eru í viðmiðunarfjárhæðum dómsmálaráðuneytisins og aldrei hærri fjárhæð en þar er tilgreind. Sjá nánar 67. gr. barnalaga nr. 76/2003.



Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15