Þegar meðlagsákvörðun liggur fyrir getur foreldri barns sem búsett er hér á landi óskað eftir að Tryggingastofnun milligangi greiðslu meðlags.
Meðlagsákvörðun getur verið:
Staðfestur samningur eða úrskurður útgefinn af sýslumanni
Dómur eða dómssátt
Erlendur meðlagssamningur
Meðlag er greitt til 18 ára aldurs barnsins. Heimilt er að greiða meðlag eitt ár aftur í tímann frá því að öll gögn hafa borist sé þess getið í meðlagsákvörðun. Aðeins er hægt að sækja um á Mínum síðum á www.tr.is.
TR greiðir aðeins einfalt meðlag og er fjárhæðin sú sama og greiðslur barnalífeyris. Allt umfram einfalt meðlag fer eftir samkomulagi milli foreldra.
Þetta gildir einnig þó svo að meðlagsákvörðun kveði á um hærri greiðslur. Í slíkum tilvikum verða foreldrar að semja um það á milli sín hvernig sá mismunur er greiddur.
Tryggingastofnun
Tryggingastofnun