Fara beint í efnið

Beiðni til Tryggingastofnunar um milligöngu meðlags

Umsókn um greiðslu meðlags frá TR

Hægt er að óska eftir því að Tryggingastofnun (TR) hafi milligöngu um meðlagsgreiðslur á milli foreldra vegna framfærslu barna.

Fyrst þarf að leggja fram beiðni um meðlag hjá Sýslumanni. Meðlagsákvörðun frá sýslumanni þarf að liggja fyrir til að TR geti greitt meðlagið út.

Meðlagsákvörðun getur verið:

  • staðfestur samningur eða úrskurður útgefinn af sýslumanni,

  • dómur eða dómssátt,

  • erlendur meðlagssamningur.

TR er milligönguaðili um greiðslu meðlags til meðlagsmóttakanda og er skylt að greiða í samræmi við löggildar meðlagsákvarðanir. Greitt er fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar.

Erlendur meðlagssamningur

Ef erlend meðlagsákvörðun er til staðar er hægt að skila henni inn. Ef hún kveður á um lægri upphæð meðlags en TR greiðir er hægt að sækja um til Sýslumanns að TR borgi það sem upp á vantar.

Ef þú hefur nýlega flutt til Íslands þarf að fylgja staðfesting frá viðeigandi stofnun í fyrra búsetulandi um hvenær greiðslum meðlags lauk þar eða staðfesting á að engar greiðslur meðlags hafi átt sér stað.

Fjárhæð

Fjárhæð einfalds meðlags er 46.147 krónur á mánuði.

Umsóknarferli

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur

  5. Veldu umsóknina Meðlag

  6. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk. Athugaðu að sækja um frá þeim degi sem þú vilt fá greitt.

  7. Smelltu á Senda umsókn

Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum. Umsóknarferlið tekur allt að 4 til 6 vikur eftir að öllum gögnum hefur verið skilað. Ef það vantar gögn færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum undir Mín skjöl.

Afturvirkni umsókna

Hægt er að sækja um meðlag allt að ár afturvirkt en úrskurður sýslumanns verður að kveða á um greiðslur fyrir tímabilið sem sótt er um.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Greiðandi meðlags fær einnig tilkynningu á Mínum síðum hjá sér ef að meðlagsgreiðslur hafa verið samþykktar.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Meðlag er fyrirframgreitt. Greitt er út fyrsta dag hvers mánaðar inn á bankareikning sem skráður er á Mínum síðum.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign strax greidd út.

TR greiðir aðeins einfalt meðlag. Allt umfram einfalt meðlag fer eftir samkomulagi milli foreldra. Þetta gildir einnig þó svo að meðlagsákvörðun kveði á um hærri greiðslur. Í slíkum tilvikum verða foreldrar að semja um það sín á milli hvernig sá mismunur er greiddur.

Stöðvun meðlagsgreiðslna

Á Mínum síðum TR er hægt að fylla út umsókn um að stöðva meðlag. Aðeins móttakandi meðlags getur beðið um niðurfellingu þess.

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur

  5. Veldu umsóknina Niðurfelling greiðslna

  6. Fylltu út umsóknina

  7. Smelltu á Senda umsókn

Beiðni um niðurfellingu meðlags

Umsókn um greiðslu meðlags frá TR

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun