Fara beint í efnið

Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda

Umsókn um barnalífeyri vegna sérstakra útgjalda

Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda er greiddur vegna barna sem foreldri þiggur barnalífeyri með og annað hvort foreldra er látið, barn er ófeðrað eða móður nýtur ekki við.

Sérstök útgjöld geta verið vegna:

  • skírnar,

  • fermingar,

  • gleraugnakaupa,

  • tannréttinga,

  • sjúkdóms,

  • greftrunar,

  • annað sérstakt tilefni.

Umsóknarferlið byrjar hjá sýslumanni sem úrskurðar hvort TR eigi að greiða barnalífeyri vegna sérstakra útgjalda.

Eftir að úrskurður liggur fyrir frá sýslumanni er sótt um hjá TR og afrit af úrskurði skilað með.

Umsókn

Svona sækir þú um:

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur

  5. Veldu umsóknina Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda

  6. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk

  7. Smelltu á Senda umsókn

Vinnslutími umsóknar

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Greitt er út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Umsókn um barnalífeyri vegna sérstakra útgjalda

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun