Tryggingastofnun: Börn og ungmenni
Get ég sótt um barnalífeyri vegna sérstakra útgjalda?
Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda er greiddur vegna barna sem foreldri þiggur barnalífeyri með og annað hvort foreldra er látið, barn er ófeðrað eða móður nýtur ekki við. Sérstök útgjöld geta verið vegna skírnar, fermingar, gleraugnakaupa, tannréttinga, sjúkdóms, greftrunar eða annars sérstaks tilefnis. Byrja verður umsóknarferlið hjá sýslumanni til að fá úrskurð um að TR eigi að greiða barnalífeyrinn.