Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Er ég að fá allar greiðslur sem ég á rétt á með börnum mínum?

Greiðslur sem mögulega er réttur á vegna barna eru: barnalífeyrir, meðlag, mæðra- og feðralaun, sérstök framlög, umönnunargreiðslur og foreldragreiðslur. Í greiðsluáætlun þinni á Mínum síðum sérðu allar þær greiðslur sem þú ert með.

Viljir þú kanna rétt þinn frekar ertu velkomin til okkar í Hlíðarsmára 11, milli 10 og 15 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á fjolskyldumal@tr.is.