Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Sérstök framlög með barni til viðbótar við meðlag

Foreldris nýtur ekki við

Sérstök framlög geta komið frá Tryggingastofnun ríksins í eftirfarandi tilfellum:

  • þegar barn hefur misst annað foreldri sitt

  • þegar barn er ófeðrað

  • þegar móður barns nýtur ekki við vegna sérstakra eða óvenjulegra aðstæðna

Skilyrði fyrir rétti til framlags er að barnalífeyrir sé greiddur með barninu.

Umsókn

Fyllið út eftirfarandi beiðni og sendið til sýslumanns ásamt fylgögnum.

Beiðni um sérstakt framlag til framfærslu barns, frá TR

Fylgigögn

Fylgigögn með umsókn eru eftir atvikum:

  • reikningar/kvittanir til staðfestingar á útgjöldum

  • forsjárvottorð, ekki eldra en 30 daga gamalt

  • dánarvottorð foreldris ef foreldri var ekki skráð í þjóðskrá

  • önnur gögn eins og við á

Ef tannréttingar:

  • bréf frá tannlækni um framvindu meðferðar

  • yfirlit frá tannlækni um kostnað við meðferð

Ef sjúkdómur barns.

  • læknisvottorð

Ferlið

Sýslumaður aflar upplýsinga frá TR og öðrum aðilum eins og við á og úrskurðar. Umsóknaraðili fær úrskurðinn sendan í ábyrgðarpósti. Þegar umsókn er samþykkt þarf foreldri að senda úrskurðinn til TR til að fá greiðslur. Hægt er að gera það á www.tr.is 

Kærufrestur

Fái foreldri synjun um sérstakt framlag er hægt að kæra niðurstöðuna til úrskurðanefndar velferðarmála. Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagsetningu úrskurðar sýslumanns.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn