Sérstök framlög með barni
Foreldris nýtur ekki við
Sérstök framlög geta komið frá Tryggingastofnun (TR) í eftirfarandi tilfellum:
þegar barn hefur misst annað foreldri sitt
þegar barn er ófeðrað
þegar móður barns nýtur ekki við vegna sérstakra eða óvenjulegra aðstæðna
Skilyrði fyrir rétti til framlags er að barnalífeyrir sé greiddur með barninu.
Kröfufrestur
Kröfu þarf að leggja fram innan þriggja mánaða frá því að til útgjalda kom. Undantekningar eru:
Í tengslum við fermingar þarf að leggja fram kröfu innan þriggja mánaða frá fermingardegi en reikningar vegna undirbúnings mega vera eldri.
Þegar um tannréttingar er að ræða getur verið eðlilegt að bíða með kröfu vegna slíkra aðgerða þar til meðferð líkur þ.e. þegar teinar eða spangir eru fjarlægð af tönnum. Krafan þarf þá að berast innan þriggja mánaða frá þeim degi.
Fylgigögn
Fylgigögn með umsókn eru eftir atvikum:
reikningar/kvittanir til staðfestingar á útgjöldum
dánarvottorð foreldris ef foreldri var ekki skráð í þjóðskrá
önnur gögn eins og við á
Ef tannréttingar:
yfirlýsing tannréttingalæknis um framvindu og kostnað meðferðar
Ef sjúkdómur barns.
læknisvottorð
Ferlið
Sýslumaður aflar upplýsinga frá TR og öðrum aðilum eins og við á og kveður upp úrskurð um hvort TR sé heimilt að greiða framlagið. Hægt er að sækja um greiðslu frá TR þegar úrskurður sýslumanns liggur fyrir. Sótt er um rafrænt á www.tr.is
Kærufrestur
Fái foreldri synjun um sérstakt framlag er hægt að kæra niðurstöðuna til úrskurðanefndar velferðarmála. Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagsetningu úrskurðar sýslumanns.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á PDF formi hér.
Þjónustuaðili
Sýslumenn