Sérstök framlög með barni
Viðmiðunarfjárhæðir
Ráðuneytið gefur árlega út leiðbeiningar til sýslumanna um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um sérstök framlög til fermingar, skírnar eða greftrunar.
Árið 2026 eru viðmiðunarfjárhæðirnar vegna:
fermingar, 109.000 kr - 144.000 kr
skírnar, 29.000 kr - 37.000 kr
greftrunar, 109.000 kr - 160.000 kr
Ekki hafa verið gefnar út viðmiðunarfjárhæðir vegna annarra útgjalda sem 60. gr. barnalaga nr. 76/2003 tekur til.
Þjónustuaðili
Sýslumenn