Barnabætur
Barnabætur eru ákveðin upphæð sem greidd er til foreldra með hverju barni fram að 18 ára aldri.
Með hverju barni innan 18 ára aldurs greiðast tekjutengdar barnabætur. Ekki þarf að sækja um barnabætur.
Upphæð barnabóta fer eftir tekjum foreldra, hjúskaparstöðu og barnafjölda. Skattayfirvöld annast útreikning barnabóta sem grundvallast á skattframtali.
Hafi foreldrar skilið að skiptum greiðast barnabætur því foreldri sem barnið hefur lögheimili hjá.
Barnabætur eru greiddar út ársfjórðungslega: 1. febrúar, 1. maí, 1. júlí og 1. október.
Barnabætur eru greiddar út af Fjársýslu ríkisins. Þær teljast ekki til tekna og eru ekki skattskyldar. Barnabætur má ekki taka upp í skattaskuldir einstaklinga.
Beiðni um leiðréttingu
Umsókn þarf að berast Skattinum í síðasta lagi 28. febrúar 2020.
Börn með lögheimili erlendis
EES-barnabætur. Fyrir börn sem ekki eru með varanlega heimilisfesti á Íslandi og eru á framfæri ríkisborgara frá ríki innan hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.
Vert að skoða
Lög og reglugerðir
Þjónustuaðili
Skatturinn