Fara beint í efnið

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar er greiddur til ungmennis á aldrinum 18–20 ára. Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er ef annað foreldri eða báðir eru látnir eða eru lífeyrisþegar (örorku-, elli eða endurhæfingar). Einnig er heimilt að greiða barnalífeyri ef meðlagsskylt foreldri fær úrskurð sýslumanns um að það þurfi ekki að borga meðlag vegna efnaleysis.  

Skilyrði fyrir greiðslu

  • Foreldri er lífeyrisþegi eða látið

  • Umsækjandi verður að eiga lögheimili á Íslandi

  • Ungmenni þarf að vera í fullu námi í viðurkenndum skóla og að námið hans aðalstarf

Aðeins er ákvarðað fyrir eina önn í einu. Sótt er um í upphafi tímabils og eftir það þarf að skila skólavottorði fyrir hverja önn, þar sem fram kemur námsframvinda síðustu annar og einingafjöldi yfirstandandi annar. 

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun

Tengt efni