Skila þarf umsókn til að hefja greiðslur en við framlengingu greiðslna þarf aðeins fylgigögn.
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknir
Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur
Veldu umsóknina Barnalífeyri vegna náms
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.
Smelltu á Senda umsókn
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Staða umsóknar
Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum TR.
Þar getur þú líka fundið leyninúmerið þitt. Það er notað í samskiptum við TR í síma.
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|
Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Umönnunargreiðslur vegna langveikra og fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Greiðslur til einstæðra foreldra - mæðra- og feðralaun | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Framlag vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Meðlag | 4 til 6 vikur |
Bráðabirgðameðlag vegna ófeðraðs barns | 4 til 6 vikur |
Sérstök framlög með barni | 4 til 6 vikur |
Afturvirkni umsókna
Almennt er hægt að sækja allt að 2 ár aftur í tímann en skila þarf gögnum fyrir það tímabil.
Meðlag er hægt að sækja um allt að 1 ár aftur í tímann.
Ef ekki er tilgreint frá hvaða tíma er sótt um er miðað við að greiðslur hefjist fyrsta dag næsta mánaðar eftir að umsókn berst.
Afturvirkni umsókna
Barnalífeyrir vegna náms er greiddur frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að umsækjandi nær 18 ára aldri. Hægt er að sækja um allt að 2 ár afturvirkt.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú: