Fara beint í efnið

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Fylgigögn

Með fyrstu umsókn:

Þegar þú sækir um þarft þú að skila annað hvort:

  • staðfestingu á námi þar sem fram kemur einingafjöldi annarinnar, staðfest af skrifstofu skólans,

eða

  • samningi um starfsþjálfun.

Þar að auki gætir þú þurft að skila eftirfarandi gögnum ef þau eiga við:

  • úrskurði um efnaleysi foreldris frá sýslumanni, sá úrskurður kveður á um að foreldri geti ekki greitt framlag vegna náms eða að ekki hafi tekist að hafa uppi á foreldri,

  • staðfestingu frá námsráðgjafa eða lækni um námsörðugleika.

Til að framlengja greiðslur:

Skila þarf staðfestingu frá skóla þar sem fram koma:

  • upplýsingar um námsframvindu á síðustu önn,

  • hversu margar einingar umsækjandi er skráður í á komandi önn.

Ef um starfsþjálfun er að ræða og fyrri samningur er runninn út þarf að skila nýjum samning.

Ef þú hefur ekki stundað fullt nám á fyrri önn eða að öðru leyti ekki uppfyllt skilyrði fyrir greiðslum getur greiðslum barnalífeyris verið frestað til loka núverandi annar og þú sýnir fram á að fullt nám hafi verið stundað þá önn.

Umsókn um barnalífeyri vegna náms

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun