Fara beint í efnið

Beiðni til Tryggingastofnunar um milligöngu framlags vegna menntunar eða starfsþjálfunar

Umsókn um greiðslu framlags vegna náms frá TR

Hægt er að óska eftir því að Tryggingastofnun (TR) hafi milligöngu um greiðslur framlags vegna menntunar eða starfsþjálfunar.

Fyrst þarf að leggja fram beiðni um framlag vegna menntunar hjá Sýslumanni. Ákvörðun eða samningur frá sýslumanni þarf að liggja fyrir til að TR geti greitt framlagið út.

TR er milligönguaðili um greiðslu framlags til ungmennisins og er skylt að greiða í samræmi við löggildar ákvarðanir. Greitt er fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar.

Fjárhæð

Fjárhæð einfalds framlags er 46.147 krónur á mánuði.

Umsóknarferli

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Veldu umsóknina Framlag vegna náms

  5. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk. Athugaðu að sækja um frá þeim degi sem þú vilt fá greitt

  6. Smelltu á Senda umsókn

Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum. Ef það vantar gögn færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum undir Mín skjöl.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Greiðandi framlags fær einnig tilkynningu á Mínum síðum hjá sér ef að greiðslur hafa verið samþykktar.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Framlag er fyrirframgreitt. Greitt er út fyrsta dag hvers mánaðar inn á bankareikning sem skráður er á Mínum síðum.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign strax greidd út.

Umsókn um greiðslu framlags vegna náms frá TR

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun