Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar
Greiðslur falla niður
Greiðslur barnalífeyris vegna náms falla niður ef ungmenni:
hættir í námi eða starfsþjálfun,
flytur lögheimili frá Íslandi,
fær greiðslur sjúkra- og endurhæfingar eða örorkulífeyri.
Ef aðstæður foreldris breytast
Ef greiðslur foreldris þíns (örorkulífeyrir eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur) renna út áður en skólaönnin endar eru greiðslur til þín stöðvaðar á sama tíma.
Þú þarft að láta TR vita foreldri þitt hefur fengið endurmat til að fá greiðslur barnalífeyris aftur af stað.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun