Meðlag
Beiðni um einfalt meðlag
Sá sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns getur krafist þess að sýslumaður úrskurði sér meðlagsgreiðslur með barninu úr hendi foreldris.
Skilyrði
Til að fara fram á greiðslu meðlags þarftu að:
fara með forsjá barns
eðavera með lögheimili barns skráð hjá þér
Ferli
Sýslumaður tekur á móti beiðninni.
Sýslumaður kynnir hana fyrir foreldrinu sem hún beinist að og gefur því kost á að tjá sig og leggja fram gögn í málinu. Eftir atvikum fær umsækjandi einnig að tjá sig um þann málflutning.
Þegar málið er nægilega upplýst kveður sýslumaður upp rökstuddan úrskurð í málinu.
Greiðslur
Þegar úrskurður liggur fyrir getur foreldri leitað til Tryggingastofnunar ríkisins um að milliganga greiðslur.
Meðlag aftur í tímann
Ef verið er að krefjast meðlags í fyrsta skipti vegna barnsins eða barnanna, verða slíkar kröfur almennt ekki viðurkenndar lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafan var sett fram.
Ef krafan felur í sér að fyrri meðlagsákvörðun verði breytt aftur í tímann þurfa alveg sérstakar aðstæður að vera fyrir hendi til að orðið verði við slíkri kröfu.
Kærufrestur
Úrskurð sýslumanns er hægt að kæra til ráðuneytisins innan tveggja mánaða frá dagsetningu hans.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á PDF formi hér.
Þjónustuaðili
Sýslumenn