Fara beint í efnið

Einfalt meðlag

Foreldrar mega sjálfir sjá um innheimtu og greiðslu einfalds meðlags.

Tryggingastofnun getur einnig séð um að milliganga greiðslur einfalds meðlag til lögheimilisforeldris sé þess óskað. Í þeim tilvikum þarf að skila inn upplýsingum um meðlagsákvörðun til TR. Sótt er um  á Mínum síðum inn á www.tr.is.

Meðlagsákvörðun getur verið: 

  • staðfestur samningur eða úrskurður sýslumanns

  • dómur eða dómssátt

  • erlendur meðlagssamningur

Heimilt er að greiða meðlag eitt ár aftur í tímann frá því að öll gögn hafa borist sé þess getið í meðlagsákvörðun.

Tryggingastofnun er eingöngu milligönguaðili um greiðslu meðlags til meðlagsmóttakanda og er skylt að greiða í samræmi við löggilda meðlagsákvörðun eins og t.d. úrskurð sýslumanns eða samkomulag staðfest af honum, dóm eða dómsátt, ef óskað hefur verið eftir því. Greitt er fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um að innheimta einfalt meðlag frá meðlagsgreiðanda skv. meðlagssamningi eða úrskurði. 

Aukið meðlag

Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um innheimtu aukins meðlags. Hvorki TR né Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra koma að milligöngu þeirra greiðslna.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15