Fara beint í efnið

Ef foreldrar búa ekki saman, og eru með sameiginlega forsjá, þarf að ákveða hjá hvoru foreldrinu barnið er með skráð lögheimili.

Börn geta ekki haft tvö lögheimili.

Þegar foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns, hefur barnið lögheimili hjá öðru foreldrinu og búsetuheimili hjá hinu.

Ákvörðun um lögheimilið þarf til dæmis að taka þegar foreldrar ákveða að hafa sameiginlega forsjá eftir skilnað eða eftir sambúðarslit, eða þegar foreldrar ákveða að gera samning um
að hafa sameiginlega forsjá. Meginreglan er að forsjá sé áfram sameiginleg eftir skilnað eða sambúðarslit.

Hvaða áhrif hefur breytingin?

Breytingin hefur áhrif á nokkra þætti og er mikilvægt að foreldrar kynni sér vel hvað hún felur í sér. Lögheimilisforeldri hefur ríkari heimildir til ákvarðanatöku um málefni barns en þarf að leitast við að hafa samráð við umgengnisforeldri þegar teknar eru afgerandi ákvarðanir. Lögheimilisforeldrið hefur rétt á að fá meðlag frá hinu foreldrinu og auk þess falla barnabætur og aðrar greiðslur frá hinu opinbera sem fylgja barninu til þess. Barn hefur rétt til að umgangast með reglubundnum hætti það foreldri sem það býr ekki hjá.

Foreldri sem er eitt með forsjá, er með lögheimili barns skráð hjá sér, nema það ákveði annað.

Samvinna eftir skilnað

Vakin er athygli á þjónustu SES, samvinna eftir skilnað barnanna vegna, sjá vefsíðuna www.samvinnaeftirskilnað.is. Um er að ræða námskeið fyrir foreldra og börn á vefsíðunni og einnig sérhæfða ráðgjöf af hálfu sveitarfélaga, m.a. vegna forsjár og umgengni.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15