Fara beint í efnið

Þegar barn undir 18 ára aldri ferðast milli landa án fylgdar beggja forsjáraðila geta landamærayfirvöld krafist sönnunar þess að barnið hafi leyfi þeirra til að ferðast.
Annars getur barnið átt hættu á að tefjast eða vera synjað um komu eða brottför.
Auk vegabréfs eða annarra ferðaskilríkja er því mælt með að barnið eða fylgdaraðilar þess hafi meðferðis gögn sem sanna samþykki forsjáraðila fyrir ferðalaginu.

Þessi gögn eru:

Einstaklingur undir 18 ára aldri telst barn samkvæmt íslenskum lögum. Ef lög áfangalands eru um hærri aldur þá er ráðlagt að hafa meðferðis samþykkisyfirlýsingu ef sá sem ferðast hefur ekki náð þeim aldri.

Börn sem ferðast með öðru forsjárforeldri sínu

Fari foreldrar sameiginlega með forsjá barns er öðru foreldrinu óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins. Ef ágreiningur er um utanlandsferð barns má leita úrskurðar sýslumanns.  Foreldrar sem hafa samið um skipta búsetu barns geta þó ekki óskað úrskurðar sýslumanns um utanlandsferð. 

Foreldri sem fer eitt með forsjá barns gæti þurft að sýna forsjárvottorð því til sönnunar.

Börn sem ferðast ein eða í fylgd ættingja, íþrótta- eða skólahópa

Foreldrar með sameiginlega forsjá þurfa báðir að samþykkja ferðalagið. Ef ágreiningur er um utanlandsferð barns má leita úrskurðar sýslumanns.  Foreldrar sem hafa samið um skipta búsetu barns geta þó ekki óskað úrskurðar sýslumanns um utanlandsferð. 

Foreldri sem fer eitt með forsjá barns þarf að samþykkja ferðalagið og jafnframt sýna fram á forsjá. 

Gagnlegt er að kynna sér fylgdarþjónustu flugfélaga fyrir börn sem ferðast ein.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15