Lögheimili barns
Ágreiningur um lögheimili barns
Ef ágreiningur er á milli foreldra um breytingu á lögheimili barns getur það foreldri sem óskar eftir því að flytja lögheimili barns til sín sent rökstudda beiðni á sýslumann.
Sýslumaður heldur þá upplýsingafund með foreldrum eftir að beiðni berst. Ef foreldrar eru ekki sammála er málinu vísað í sáttameðferð hjá sýslumanni. Sýslumaður tekur ekki ákvörðun í ágreiningsmáli um lögheimili barns. Foreldri getur ákveðið að höfða dómsmál til að krefjast lögheimilis barns.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á PDF formi hér.
Þjónustuaðili
Sýslumenn