Ef barnið þitt er ekki feðrað getur þú sótt meðlag hjá Tryggingastofnun (TR) til bráðabirgða á meðan unnið er að feðrun barnsins.
Réttur til bráðabirgðameðlags
Þú getur sótt um meðlag til bráðabirgða ef:
barn þitt er ófeðrað,
faðernisviðurkenning er hafin hjá sýslumanni eða dómstólum.
Fjárhæð
Fjárhæð bráðabirgðameðlags er 46.147 krónur á mánuði. Bráðabirgðameðlag er ekki skattskylt.
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR,
Greiðslur bráðabirgðameðlags
Bráðabirgðameðlag er fyrirframgreitt fyrsta dag hvers mánaðar.
Ef bráðabirgðameðlag er samþykkt afturvirkt er greidd inneign svo fljótt sem auðið er á bankareikning sem skráður er á Mínar síður.
Niðurstaða faðernisviðurkenningar
Þegar faðerni barns hefur verið staðfest og meðlagsákvörðun skilað til TR eru greiðslur gerðar upp við föður og móðir fær greitt meðlag.
Ef ekki hefur tekist að feðra barn þarf að skila staðfestingu frá sýslumanni eða dómstólum og þá getur móðir átt rétt á barnalífeyri vegna ófeðraðs barns.
Meðlag - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun