Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|
Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Umönnunargreiðslur vegna langveikra og fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Greiðslur til einstæðra foreldra - mæðra- og feðralaun | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Framlag vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Meðlag | 4 til 6 vikur |
Bráðabirgðameðlag vegna ófeðraðs barns | 4 til 6 vikur |
Sérstök framlög með barni | 4 til 6 vikur |
Afturvirkni umsókna
Almennt er hægt að sækja allt að 2 ár aftur í tímann en skila þarf gögnum fyrir það tímabil.
Meðlag er hægt að sækja um allt að 1 ár aftur í tímann.
Ef ekki er tilgreint frá hvaða tíma er sótt um er miðað við að greiðslur hefjist fyrsta dag næsta mánaðar eftir að umsókn berst.