Fara beint í efnið

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sér um innheimtu meðlags.

Samkvæmt íslenskum lögum er barni tryggð lágmarks framfærsla. Sá aðili sem barn á lögheimili hjá á rétt á meðlagi frá hinum meðlagsskylda.  

Sýslumenn og dómstólar úrskurða um meðlagsskyldu. Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að fyrirframgreiða meðlagið til rétthafa samkvæmt sérstakri beiðni og sýslumaður innheimtir það síðan af hinum meðlagsskylda. Það athugast að foreldrar geta farið þá leið að greiða meðlagið beint án aðkomu Tryggingastofnunar ríkisins. Meðlagsgreiðslum er oft sleppt þegar umgengni er jöfn og kostnaður vegna barnanna skiptist jafnt á milli foreldra, eins og tíðkast í dag.

Meðlagsgreiðslur eru ótengdar greiðslum almannatrygginga og fjárhæð meðlags er sú sama og fjárhæð barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins.


Upphæð meðlags frá 1. janúar 2024 er 46.147 kr á mánuði.

Hægt er að greiða meðlag inná reikning 0161-26-49 kt. 660914-0990. Senda kvittun á medlag@syslumenn.is

Fyrir millifærslur erlendis frá: IBAN IS61 0161 2600 0049 6609 1409 90 SWIFT (BIC)  NBIIISRE

Nýir meðlagsgreiðendur

Sá sem greiðir kostnað vegna framfærslu barns eða barna getur krafist meðlags frá hinu foreldrinu. Viðkomandi verður að fara með forsjá barnsins og barnið að eiga lögheimili hjá hjá því foreldri.

Meðlag getur ýmist verið staðfest með samkomulagi milli foreldra hjá sýslumanni, úrskurði sýslumanns eða samkvæmt dómi. Í framhaldi slíkrar ákvörðunar eða samkomulags getur það foreldri sem á tilkall til greiðslna snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins og fengið meðlagið fyrirframgreitt.

Þegar Tryggingastofnun ríkisins hefur hafið greiðslur meðlags til rétthafa þess tekur sýslumaður við innheimtunni.

Móttakandi meðlags getur sótt um greiðslur ár aftur í tímann.

Innheimtuferli

Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara.
Ef krafan fæst ekki greidd innan 30 daga og ekki er samið um kröfuna, koma til eftirfarandi úrræði til að knýja á um greiðslur:

  • Krafa send til launagreiðanda

  • Skuldajöfnuður

  • Fjárnám

  • Nauðungarsala

  • Skráning á vanskilaskrá

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15