Fara beint í efnið

Meðlagsgreiðendur

Úrræði vegna greiðsluerfiðleika

Komi til þess að greiðandi telji sig ekki geta staðið í skilum með meðlagsgreiðslur sínar er hægt að óska eftir greiðslusamkomulagi til að koma í veg fyrir að löginnheimta fari af stað. Mikilvægt er að leita sem fyrst til sýslumanns ef upp koma greiðsluerfiðleikar. Hægt er að hafa samband í síma 458-2500 eða á netfangið medlag@syslumenn.is. Margvísleg úrræði eru í boði, tímabundin og til langs tíma, til að koma til móts við greiðendur.

Sérstök úrræði eru til staðar vegna atvinnuleysis, örorku, náms og veikinda. Hægt er að sækja um frest á greiðslu höfuðstól og / eða lægri greiðslna en til fellur mánaðarlega, lækkun dráttarvaxta o.fl.


Það athugast að dráttarvextir reiknast á vangreidd meðlög mánuði eftir eindaga þess.

Einnig er rétt að benda á ráðgjafa sem veita ráðgjöf fyrir einstaklinga sem hafa lent í fjárhagslegum erfiðleikum. Helst er að benda á í þessu sambandi Umboðsmann skuldara sem heyrir undir félagsmálaráðherra, Félagsþjónustu sveitarfélaganna og svo þjónustufulltrúa banka og sparisjóða varðandi almenna lánafyrirgreiðslu.

Atvinnuleysi

Í þeim tilvikum þegar meðlagsgreiðandi missir atvinnuna þá getur hann óskað eftir því að fá aðstoð. Í flestum tilvikum er veittur greiðslufrestur á meðan það ástand varir, í allt að 6 mánuði, en þá þarf að endursemja, eða fyrr ef umsækjandi er byrjaður að vinna að nýju. Hafi greiðandi fengið greiðslufrest í 12 mánuði er honum gert að greiða sjálfur vissa lágmarksgreiðslu á hverjum tíma.

Þiggji meðlagsgreiðandi atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun ráðstafast aukagreiðslur vegna dagpeninga barna upp í meðlagið mánaðarlega.

Mikilvægt er að greiðendur hafi samband um leið og þeir fá atvinnu að nýju þar sem stofnunin sendir strax kröfu í laun þeirra, þótt greiðslufrestur sé fyrir hendi.

Námsmenn

Ef meðlagsgreiðandi stundar nám og á rétt á námsláni frá Menntasjóði námsmanna getur greiðandi sótt um styrk sem nemur fjárhæð áfallandi meðlaga og gerir Menntasjóður ekki kröfu um endurgreiðslu hans náist tilskilinn námsárangur. Í þessum tilvikum er hægt að sækja um greiðslufrest á uppsafnaðri skuld meðan á námi stendur gegn því að sótt sé um styrkinn. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra veitir nánari leiðbeiningar varðandi þetta úrræði.

Örorku-, endurhæfingar- eða ellilífeyrisþegar

Meðlagsgreiðandi sem er skráður 25-75% öryrki getur sótt um barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins sem er jafnhár fjárhæð meðlags. Þannig fær sá sem er 75% öryrki fullan barnalífeyri, 50% öryrki fær 75% af barnalífeyri og 25% öryrki fær 50% af barnalífeyri. Í slíkum tilvikum er barnalífeyri skuldajafnað á móti mánaðarlegum meðlagsgreiðslum.

Meðlagsgreiðendur sem skráðir eru á endirhæfingar- eða ellilífeyri hafa einnig rétt á barnalífeyri.

Hafa þarf samband við Tryggingastofnunar ríkisins varðandi upplýsingar um rétt til barnalífeyris og sækja sérstaklega um hann. Fái meðlagsgreiðendur barnalífeyri geta þeir sótt um að greiða sjálfir lægri fjárhæð mánaðarlega í ljósi þessa. 

Fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi

Þiggi greiðandi fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaga á hann í flestum tilvikum rétt á viðbótargreiðslum vegna áfallandi meðlaga. Sveitarfélgið ráðstafar þeirri fjárhæð beint til sýslumanns. Greiðandi þarf þá að hafa samband við sitt sveitarfélag.

Afleiðingar vanskila

Vanskilum fylgir óhjákvæmilega aukinn kostnaður og óþægindi. Meðlagsgreiðendum er bent á að hafa strax samband og leita samninga komi slík staða upp.

Greiði meðlagsgreiðandi ekki meðlögin sín á réttum gjalddaga lendir hann í vanskilum og löginnheimta hefst. Afleiðingar vanskila eru þær að send er greiðsluáskorun og í kjölfarið aðfararbeiðni. Í framhaldinu fer fram skráning á vanskilaskrá Creditinfo. Eftir atvikum fer svo fram nauðungarsala á þeim eignum meðlagsgreiðanda sem kunna að vera fyrir hendi. Dráttarvextir reiknast á skuldina sé hún ekki greidd á réttum tíma.

Aðrar afleiðingar eru t.d. að skuldajöfnuður fer fram við vaxtabætur og krafa er send í laun viðkomandi sé hann launþegi.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15