Meðlagsgreiðendur
Launagreiðendur
Athugið! Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar hér með eftir því að launaafdrætti, samkvæmt framkomnum beiðnum vegna meðlagsskulda, verði hætt tímabundið frá og með 1. nóvember næstkomandi. Nýjar kröfur munu berast frá embættinu í þeim tilvikum ef hefja skal launaafdrátt að nýju en almennt munu launþegar fá kröfur í heimabanka.
Upphæð meðlags frá 1. janúar 2024 er 46.147 en hækkar í 48.131 kr. frá og með 1. janúar 2025.
Hægt er að greiða meðlag inná reikning 0161-26-49 kt. 660914-0990. Kvittun skal senda á medlag@syslumenn.is.
Sýslumaður getur krafist þess að launagreiðandi haldi eftir allt að 50% af heildarlaunum meðlagsgreiðenda mánaðarlega. Sýslumaður sendir kröfur þess efnis til launagreiðenda sem þeim ber að fylgja. Þar kemur fram hvaða upphæð beri að halda eftir af launum við næstu launaútborgun eftir dagsetningu kröfunnar og síðan er tekið fram hvaða upphæð skuli halda eftir mánaðarlega eftir það. Launagreiðanda ber að skila afdregnu fé innan 15 daga frá launaútborgun.
Mikilvægt er að fyllt sé út skilagrein þar sem nákvæmlega kemur fram um hvaða starfsmenn er að ræða, hvaða launatímabil og sú fjárhæð sem dregin er af launum. Skilagreinina skal senda á netfangið medlag@syslumenn.is.
Hafi vinnuveitandi haldið eftir hluta af launum en vanrækir að skila til sýslumanns geta forsvarsmenn launagreiðenda bakað sér refsiábyrgð samkvæmt almennum hegningarlögum þar sem slíkt telst til fjárdráttar.
Þjónustuaðili
Sýslumenn