Fara beint í efnið

Búseta meðlagsgreiðenda skiptir ekki máli varðandi skyldu til greiðslu meðlags. Meðlagsgreiðendur þurfa því að hafa samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra þegar þeir flytja af landi brott til að gera ráðstafanir varðandi greiðslu.  

Athygli er vakin á því að samkvæmt norðurlandasamningi um gagnkvæma innheimtu meðlaga getur sýslumaður óskað eftir því að meðlagsskuld í vanskilum sé innheimt af hálfu yfirvalda á Norðurlöndunum.  Í því felst meðal annars skráning á vanskilaskrá í heimalandinu, kröfur í laun ásamt hefðbundnum innheimtuaðgerðum líkt og hér á landi. Það athugast að þegar skuld hefur verið send í innheimtu samkvæmt samningnum þá er hún ekki afturkölluð þaðan fyrr en hún er uppgreidd.  

Skuld þeirra meðlagsgreiðenda sem búsettir eru utan Norðurlandanna er send til innheimtu hjá lögfræðistofu í viðkomandi landi með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.  

Er sérstaklega á það bent að þegar greiðslur eru framkvæmdar með millifærslu úr erlendum banka þarf að senda kvittun í tölvupósti medlag@syslumenn.is fyrir hvern sé verið að greiða svo greiðslan komist til skila.  

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15