Fara beint í efnið

Foreldrar barns, sem samið hafa um skipta búsetu þess, þurfa að haga framfærslu barnsins
eftir samkomulagi sín á milli. Slíkt samkomulag getur t.d. falist í því að:

  • Búsetuforeldri greiði lögheimilisforeldri fasta fjárhæð á mánuði en að lögheimilisforeldri sinni framfærslu barnsins að öðru leyti

  • Lögheimilisforeldri greiði búsetuforeldri fasta fjárhæð á mánuði en að búsetuforeldri sinni framfærslu barnsins að öðru leyti

  • Foreldrar skipti á milli sín greiðslu reikninga og annars kostnaðar vegna barnsins, annað hvort til jafns eða með öðrum hætti

Foreldrum er þó ekki heimilt að semja um að annað foreldrið sinni framfærslu barnsins að
öllu leyti

Athuga skal að framfærsluframlög foreldra sem samið hafa um skipta búsetu barns kallast aldrei meðlag óháð því hvernig foreldrar ákveða að haga framfærslu barnsins. Þetta þýðir m.a. að:

  • Samningar sem foreldrar kunna að hafa gert um meðlag falla sjálfkrafa úr gildi við staðfestingu sýslumanns á samningi foreldra um skipta búsetu

  • Foreldrar geta ekki krafist meðlags frá hinu foreldrinu

  • Foreldrar geta ekki krafist staðfestingar sýslumanns á
    samkomulagi sínu um framfærslu barns

  • Foreldrar geta ekki krafist úrskurðar sýslumanns um meðlag

  • Foreldrar geta ekki krafist aðfarar vegna samkomulags þeirra um framfærslu barns

  • Foreldrar geta ekki leitað til Tryggingastofnunar ríkisins um milligöngu greiðslna vegna framfærslu barns








Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15