Fara beint í efnið

Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna (lögheimili) geta foreldrar óskað staðfestingar sýslumanns á samningi vegna útgjalda við skírn, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, sjúkdóm, greftrun eða af öðru sérstöku tilefni.

Ef barn á fasta búsetu hjá öðru foreldra sinna getur lögheimilisforeldri farið fram á úrskurð sýslumanns um sérstakt framlag vegna útgjalda. Slíkri kröfu verður lögheimilisforeldri að beina til sýslumanns innan þriggja mánaða frá því að lögheimilisforeldri þurfti að greiða útgjöldin nema eðlilegt sé að foreldri bíði með slíka kröfu.

Lögheimilisforeldri getur óskað eftir milligöngu Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu sérstaks framlags vegna útgjalda samkvæmt samningi staðfestum af sýslumanni eða samkvæmt úrskurði sýslumanns.

Hér má finna nánari upplýsingar um sérstök framlög.





Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15