Framfærsla barns
Við skilnað eða sambúðarslit
Við hjónaskilnað eða sambúðarslit er foreldrum skylt að tryggja að réttur barnsins til framfærslu sé virtur.
Við hjónaskilnað eða sambúðarslit:
Geta foreldrar samið um hvernig framfærslu barns verður háttað án staðfestingar sýslumanns
Geta foreldrar samið um meðlag og eftir atvikum, óskað staðfestingar sýslumanns á þeim samningi
Geta foreldrar samið um skipta búsetu barns þar sem samkomulagi þeirra um framfærslu barns er lýst
Geta foreldrar krafist úrskurðar sýslumanns um meðlag
Geta foreldrar höfðað dómsmál um forsjá- og/eða lögheimili og krafist meðlags í því máli
Þjónustuaðili
Sýslumenn