Fara beint í efnið

Lögskilnaður eftir skilnað að borði og sæng

Beiðni um lögskilnað

Ef hjón eru sammála um að óska eftir lögskilnaði, geta þau fengið hann að lágmarki sex mánuðum eftir að skilnaður að borði og sæng var veittur.

Ef hjón eru sammála um að óska eftir lögskilnaði með sömu skilmálum og voru ákveðnir við skilnað að borði og sæng þarf að fylla út beiðni um lögskilnað og leggja fram hjá sýslumanni. Greiða þarf fyrir lögskilnaðarleyfið.  Ef bæði hjóna fylla út beiðnina og greiðsla innt af hendi, er gefið út leyfi til lögskilnaðar. Ef aðeins annað hjóna hefur undirritað beiðnina, er makinn boðaður í viðtal hjá sýslumanni. Ef makinn samþykkir beiðnina er gefið út leyfi til lögskilnaðar þegar greiðsla fyrir skilnaðarleyfinu hefur verið innt af hendi.

Ef hjón vilja gera breytingar á þeim skilmálum sem voru ákveðnir við skilnað að borði og sæng, þurfa þau að mæta til viðtals og gera grein fyrir þeim breytingum. Panta þarf viðtal hjá sýslumanni.

Ef makinn mætir ekki í viðtal hjá sýslumanni eða samþykkir ekki beiðnina, getur annað hjóna leitað til dómstóla með kröfu um lögskilnað einu ári eftir að skilnaður að borði og sæng var veittur.

Kostnaður

Útgáfa leyfis til lögskilnaðar kostar 6.000 krónur.

Greiða má fyrir leyfið hjá gjaldkera en einnig má millifæra inn á reikning sýslumanns þess umdæmis sem hefur skilnaðarmál til meðferðar.

Beiðni um lögskilnað

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Tengt efni