Fara beint í efnið

Lögskilnaður eftir skilnað að borði og sæng

Beiðni um lögskilnað

Skilnaður fyrir dómstólum

Höfða má skilnaðarmál fyrir dómstólum. Það á einkum við ef leyfi til skilnaðar fæst ekki hjá sýslumanni, til dæmis ef annað hjóna mætir ekki í boðað viðtal eða neitar að skilja, þarf það hjóna sem óskar skilnaðar að höfða dómsmál fyrir héraðsdómi. Það er þó ekki nauðsynlegt að leita fyrst til sýslumanns vegna skilnaðar áður en skilnaðarmál er höfðað fyrir dómstólum. 

Í skilnaðarmáli fyrir dómstólum er gerð krafa um skilnað að borði og sæng, beinan lögskilnað eða eftir atvikum lögskilnað að undangengnum skilnaði að borði og sæng. Í dómsmáli hefur dómari lagaheimild til að taka efnislega afstöðu til þess hvort að veita eigi skilnaðinn á grundvelli kröfunnar óháð því hvort hjón séu sammála. 

Í skilnaðarmáli fyrir dómstólum þarf eftir sem áður að ákveða forsjá, lögheimili og meðlag vegna barna hjóna. Þá þarf að skipta eigna og skuldum ef þeim er til að dreifa eða eftir atvikum lýsa yfir eignleysi. 

Ef ekki er samkomulag um forsjá og/eða lögheimili barna þarf að höfða forsjár og/eða lögheimilismál fyrir dómstólum.  Reka  skilnaðarmálið og forsjármálið sameiginlega.

Ef ekki ekki er samkomulag um fjárskipti, þarf að fara fram á opinber skipti til fjárslita fyrir dómstólum. Í dómsmáli til skilnaðar þarf samhliða að leggja fram beiðni um opinber skipti til fjárslita, eða leggja fram staðfestingu þess efnis að opinber skipti til fjárslita séu hafin.

Beiðni um lögskilnað

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15