Fylgigögn
Til að sækja um mæðra- og feðralaun þarf:
meðlagsákvörðun vegna allra barna á heimilinu,
yfirlýsingu um sameiginlega framfærslu (pdf) ef meðlagsákvörðun er ekki til staðar.
Ef TR hefur milligöngu um meðlagsgreiðslur með öllum börnum á heimilinu þarf aðeins að skila umsókn.
Svona sækir þú um
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknir
Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur
Veldu umsóknina Mæðra- og feðralaun
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.
Smelltu á Senda umsókn
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Ef þú eignast annað barn, þarf að sækja um að nýju vegna allra barnanna.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR ,
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun