Ellilífeyrir
Þau sem eru 67 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár geta átt einhvern rétt á ellilífeyri. Hægt er að hefja töku ellilífeyris 65 ára.
Nauðsynlegt er að sækja um ellilífeyri hjá öllum lífeyrissjóðum þar sem réttur til greiðslna er til staðar áður en sótt er um hjá TR. Upplýsingar um réttindi hjá lífeyrissjóðum er hægt að sjá í Lífeyrisgáttinni.
Reiknivél lífeyris er gagnlegt tól til að átta sig á greiðslum sem umsækjendur eiga mögulega rétt á, fylla verður út réttar forsendur og þá ættu niðurstöðurnar í reiknivélinni að vera réttar en útreikningurinn er ekki bindandi.
Reiknivél ellilífeyris 2025
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á yfirstandandi ári.