Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur
Með nýju kerfi fá einstaklingar í endurhæfingu aukinn stuðning og þess gætt að samfella verði í þjónustu. Það er nýjung að hægt er að fá greiðslur á meðan einstaklingur er í viðurkenndri meðferð, er á bið eftir meðferð eða endurhæfingu, getur ekki sinnt meðferð eða endurhæfingu vegna veikinda og er í atvinnuleit eftir að endurhæfingu lýkur.

Reiknivél örorku- og endurhæfingargreiðslna
Í reiknivélinni fyrir nýtt kerfi getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar.